sudurnes.net
Bólusetning skilyrði fyrir leikskólaplássi - Local Sudurnes
Samkvæmt niðurstöðum nýlegrar könnunar Zenter rannsókna eru rúmlega níu af hverjum tíu Íslendingum á þeirri skoðun að gera eigi almennar bólusetningar að skilyrði fyrir innritun barna í leikskóla. Um miðjan febrúar kom mislingasmitaður maður til landsins. Hann flaug áfram til Egilsstaða og rekja má fimm mislingasmit til þeirrar flugferðar þar sem tveir þeirra smituðu voru börn yngri en 18 mánaða. Þar með fengum við smá sýnishorn af mislingafaraldrinum sem geisað hefur í Evrópu undanfarin ár. Sóttvarnalæknir hefur sagt að þátttaka í almennum bólusetningum á Íslandi sé óviðunandi og minnki hún enn frekar megi búast við dreifingu sjúkdóma sem ekki hafa sést hér á landi um árabil. Mikill fjöldi íbúa Reykjanesbæjar starfa í flugtengdum störfum, ýmist í flugáhöfnum eða á flugvellinum, þar sem þeir komast í snertingu við fjölda fólks víðsvegar að og eru þannig sérstaklega útsett fyrir smiti. Auk þess er hvergi á landinu hærra hlutfall íbúa af erlendum uppruna en í Reykjanesbæ. Megin þorri þeirra er á barneignaaldri og dæmi eru um leikskóla í Reykjanesbæ þar sem helmingur barna eru af erlendum uppruna. Reykjanesbær hefur staðið sig frábærlega í að takast á við þær áskoranir sem þessari þróun hefur fylgt; og án þess að ætla ala á fordómum eða [...]