sudurnes.net
Bogi og björgunarsveitin Grindvíkingur ársins - Local Sudurnes
Bogi Adolfsson, formaður Björgunarsveitarinnar Þorbjarnar hefur verið valinn Grindvíkingur ársins ásamt Björgunarsveitinni Þorbirni. Fjölmargar tilnefningar bárust en þær voru nánast allar á einn veg, tileinkaðar Boga, björgunarsveitinni eða báðum. Bogi stóð vaktina ásamt öðru björgunarsveitarfólki þegar fór að gjósa í Fagradalsfjalli í mars á síðasta ári en hann ásamt sveit sinni stóð oft í ströngu við erfiðar og krefjandi aðstæður í bland við langar vaktir. Nokkrar umsagnir sem bárust um Boga og Slysavarnardeildina Þorbjörn voru birtar á vef sveitarfélagsins: Bogi stóð sig ótrúlega vel í erfiðum aðstæðum frá því í mars og fram á haust ásamt björgunarsveitinni allri, á mikið hrós skiliðBogi Adolfsson, formaður Björgunarsveitarinnar Þorbjarnar fyrir mikið og gott starf í þágu Grindavíkur þegar eldgos og jarðskjálftar og svo eldgos sprakk upp í bakgarði okkar í Grindavík. Björgunarsveitin stóð vaktina með miklu prýði í eldgosinu.Björgunarsveitin stóð sig vel og var til fyrirmyndar í jarðskjálftahrinunni í feb/mars (róuðu fólk m.a. niður með facebook stöðufærslum og héldu bæjarbúum upplýstum). Þeir unnu mjög óeigingjarnt starf þegar fór að gjósa og hjálpuðu tugi (hundruði?) manns og gerðu allt til að fólk væri öruggt á gossvæðinu. Björgunarsveitamenn/konur eiga stórt hrós og þakkir skilið frá bæjarbúum, landsmönnum og erlendum ferðamönnum. Grindvíkingur/ar ársins eru að mínu mati Björgunarsveitin Þorbjörn [...]