sudurnes.net
Boðað til kröfuhafafundar vegna United Silicon - Local Sudurnes
Lex lögmannsstofa hefur boðað kröfuhafa United Silicon til fundar vegna greiðslustöðvunar sem Héraðsdómur Reykjaness veitti rekstraraðila verksmiðjunnar, Sameinuðu Sílikoni hf. þann 14. ágúst síðastliðinn. Fundurinn fer fram þann 31. ágúst næstkomandi, en eftir hann má búast við að línur taki að skýrast varðandi áframhaldandi rekstur verksmiðjunnar í Helguvík. Í fréttatilkynningu sem fyrirtækið sendi frá sér í kjölfar greiðslustöðvunarinnar sagði að framtíðarhorfur þess væru vænlegar að því tilskyldu að unnt yrði að afla aukins fjármagns, semja við lánardrottna og endurskipuleggja reksturinn. Þá eykur nýfallinn gerðardómur í deilu félagsins við ÍAV á óvissu um rekstur verksmiðjunnar, en samningar um uppgjör þeirra skulda sem þar var tekist á um hafa ekki borið árangur, sagði jafnframt í tilkynningunni. Meira frá SuðurnesjumSameinað Silicon fær heimild til nauðasamninga – Samningar ekki tekist við ÍAVKvartað undan sviða í öndunarfærum – Engar tilkynningar borist sóttvarnalækniBrunalykt og bilað mengunarmælitæki eftir gangsetningu kísilversFreista þess að fá á annan milljarð króna greiddan vegna kísilmálmverksmiðjuKísilver í fjárhagskrísu – Magnús yfirgefur stjórn USi og óvissa um fjármögnun ThorsilForsvarsmenn United Silicon þögulir – Talið líklegt að milljarðurinn verði greiddurKalla þurfti til lögreglu í Helguvík – Deilur ÍAV og United Silicon fyrir gerðardómVilja tvo milljarða frá United SiliconBoða til íbúafundar vegna loftmengunar þann 14. desemberUnited Silicon hefur tíu daga [...]