Nýjast á Local Suðurnes

Boða til hádegisfundar vegna borloka Íslenska djúpborunarverkefnisins

Mynd: HS Orka

HS Orka og Íslenska djúpborunarverkefnið bjóða til hádegisfundar vegna borloka Íslenska djúpborunarverkefnisins, IDDP-2, í Gamla bíói, miðvikudaginn 1. febrúar, á milli klukkan 12.00 – 13.00.

Guðmundur Ómar Friðleifsson, yfirjarðfræðingur og verkefnisstjóri IDDP-2, mun flytja erindi ásamt þeim Ara Stefánssyni, verkefnastjóra borverka hjá HS Orku og Hildigunni Thorsteinsson, framkvæmdastjóra Þróuna OR. Þá mun Albert Albertsson, hugmyndasmiður HS Orku, flytja erindi.

Íslenska djúpborunarverkefnið er alþjóðlegt rannsóknarverkefni sem hefur það að markmiði að bora dýpra niður í jörðina en áður hefur verið gert og skila þannig allt að tíu sinnum meiri orku úr hverri holu en hefðbundnar aðferðir.

Fundurinn er öllum opin en skráning á www.hsorka.is/skraning