sudurnes.net
Blómaker passa illa að götumynd og skulu fjarlægð - Local Sudurnes
Á fundi skipulagsnefndar Grindavíkur á dögunum var tekinn fyrir undirskriftarlisti frá íbúum í Hvassahrauni þar sem mótmælt var uppsetningu á gróðurbeðum í götunni. Í erindinu var bent á að beðin fækki bílastæðum, passi illa að götumynd, munu vera umhirðulaus, auki slysahættu gangandi vegfarenda og að þau loki fyrir aðgengi að húsum. Skipulagsnefnd hlustaði á óskir íbúanna og hefur þegar falið sviðsstjóra að láta fjarlægja blómakerin. Meira frá SuðurnesjumFjölmenn útskrift Keilis – Yfir 1500 nemendur hafa útskrifast úr HáskólabrúEitt tilboð barst í gerð undirgangaEitt tilboð barst í framkvæmdir við GrindavíkurvegReykjanesbær býður út framkvæmdir við gervigrasvöllSex sundmenn og þjálfari frá ÍRB í landsliðinu sem keppir á SmáþjóðaleikunumVerðlaun veitt fyrir best skreytta húsið og götunaFjarlægja jólatré í næstu viku30 milljónir í verkefni sem íbúar kusu umFimm mánaða skilorð fyrir kynferðisbrot fyrir utan skemmtistað í ReykjanesbæSuðurnesjaliðin leika í 8-liða úrslitum Lengjubikarsins í kvöld