Nýjast á Local Suðurnes

Blómaker passa illa að götumynd og skulu fjarlægð

Á fundi skipulagsnefndar Grindavíkur á dögunum var tekinn fyrir undirskriftarlisti frá íbúum í Hvassahrauni þar sem mótmælt var uppsetningu á gróðurbeðum í götunni.

Í erindinu var bent á að beðin fækki bílastæðum, passi illa að götumynd, munu vera umhirðulaus, auki slysahættu gangandi vegfarenda og að þau loki fyrir aðgengi að húsum. Skipulagsnefnd hlustaði á óskir íbúanna og hefur þegar falið sviðsstjóra að láta fjarlægja blómakerin.