sudurnes.net
Bláa lónið og Hjá Höllu fá þjónustuverðlaun Keflavíkurflugvallar - Local Sudurnes
Þjónustuverðlaun Keflavíkurflugvallar fyrir árið 2019 voru afhent nýverið. Að þessu sinni hlýtur Bláa lónið þjónustuverðlaun verslana og Hjá Höllu fær þjónustuverðlaun veitingastaða. Niðurstaðan nú, sem og áður, byggir á markaðsrannsóknum og könnunum sem gerðar eru á Keflavíkurflugvelli. Isavia hefur á undanförnum árum veitt rekstraraðilum á Keflavíkurflugvelli verðlaun fyrir þá framúrskarandi þjónustu sem þeir veita. Veitingastaðir og verslanir fá verðlaun fyrir að skara fram úr í þjónustu við farþega sem fara um flugvöllinn. Horft er til þess hvort vörur og upplýsingar um verð séu aðgengilegar og litið til þess hvernig afgreiðslufólk nálgast viðskiptavini. Meira frá SuðurnesjumÁrekstur við eftirför lögreglu – Höfðu dregið úr hraðanumMet á Keflavíkurflugvelli – 32.000 farþegar fóru um völlinn á sunnudagUngir og efnilegir leikmenn semja við GrindavíkUppsagnir hjá Bláa lóninu – 100 starfsmenn eftirHefja útgáfu á ný – Reykjanes verður SuðurnesjablaðiðAuglýsing Nonna og Bubba frá árinu 1958 fer á flug á veraldarvefnumHafa selt jafnmargar íbúðir í ár og seldust allt síðasta árBlaut- og sótthreinsiklútar stífla lagnirGestum Kvikunnar fjölgað verulegaGrunaðir um blekkingar – Segjast vera að safna fyrir heyrnarlausa