Nýjast á Local Suðurnes

Björgunarsveitin Suðurnes tekur þátt í leit að ferðamanni sem féll í á við Sveinsgil

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Um 180 manns hafa tekið þátt í leit að erlendum ferðamanni sem féll ofan í á við Sveins­gil norðan Torfa­jök­uls í gær­kvöldi. Björgunarsveitin Suðurnes er ein þeirra sveita sem tekur þátt í leitinni að ferðamanninum.

Í nótt lagði af stað hópur frá Björgunarsveitinni Suðurnes í Sveinsgil þar sem leit stendur yfir af erlendum ferðamanni sem féll þar í á. Aðstæður eru mjög erfiðar og krefjandi, búið að rigna mikið og þurfa björgunarmenn að moka í gegnum þykka ísbreiðu til að komast að ánni og nota til þess skóflur og keðjusagir. Segir á heimasíðu sveitarinnar.

Í fréttum mbl.is kemur fram að um 60 manns vinni hverju sinni að því að moka þétt­um snjó ofan af og upp úr ánni, en unnið var í alla nótt við að moka í gegn­um ís­breiðuna til að kom­ast niður að ánni sem maður­inn féll í.  Not­ast var við keðju­sag­ir til að losa um ís­inn og all­an þann mann­skap sem gat mokað og komið klaka og snjó frá slysstað.