Nýjast á Local Suðurnes

Björgunarsveit kölluð út í Grindavík í morgun

Myndin tengist fréttinni ekki beint - Mynd: Landsbjörg

Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík var kölluð út í morgun þegar tilkynnt var um laust forsegl á skútu í höfninni. Sveitin fór á staðinn og gekk frá seglinu og notaði tækifærið og bætti við belgjum milli skútu og bryggju til að fyrirbyggja tjón.

Þegar tryggt var að skútan væri örugg var ekinn hringur um bæinn til að athuga hvort veðrið sem gengur yfir landið nú um helgina hefði gert meiri usla í bænum en svo reyndist ekki vera.