sudurnes.net
Björgun við erfiðar aðstæður - Myndband! - Local Sudurnes
Björgunarskipið Oddur V. Gíslason kom þýskri skútu til aðstoðar í gærkvöldi nítján sjómílum suður af Grindavík. Hafði skútan misst vélarafl auk þess sem aðalseglið rifnaði, var því skútan stjórnlaus. Fimm manns voru um borð sem að sögn björgunarmanna voru orðnir afar þreyttir eftir baráttuna við hafið. Björgunarmenn komu taug í bátinn og drógu hann til hafnar í Grindavík. Eins og sjá má á myndbandinu hér fyrir neðan sem Björgunarsveitin Þorbjörn birti í dag voru aðstæður erfiðar. http://www.sudurnes.net/wp-content/uploads/2015/08/video.mp4 Meira frá SuðurnesjumUm 40 hælisleitendur komnir á Ásbrú – Geta tekið við um 90 mannsHandtekinn vopnaður öxi í miðbæ ReykjanesbæjarAlvarlegt umferðarslys á ReykjanesbrautEldur í fjölbýlishúsi í Reykjanesbæ – Átta fluttir á sjúkrahúsÞúsund manns fengu sér súpu í boði Nettó – Unnin úr hráefni sem annars væri hentViðburðir menningarstofnanna Reykjanesbæjar slá í gegn – Erlendir fjölmiðlar fjalla um tónleika HljómahallarBingóæði rann á Njarðvíkinga – Sjáðu myndirnar!Fengu óumbeðna tiltekt frá óprúttnum aðilumViðsjárverðar aðstæður við leit að manni í GrindavíkYfir 600 Suðurnesjamenn gætu misst vinnuna