Nýjast á Local Suðurnes

Bjóðast til að koma nauðsynjum til fólks í sóttkví

Hópur einstaklinga býðst til að aðstoða einstaklinga sem eru í sóttkví meðal annars við að koma nauðsynjavörum til fólks. Þetta kemur fram í umræðum í Facebook-hópnum Reykjanesbær – Gerum góðan bæ betri, en þegar þetta eru tæplega 30 einstaklingar í sóttkví á Suðurnesjum.

Færslan hefur þegar fengið mikil og jákvæð viðbrögð, en tæplega 300 manns hafa líkað við færsluna og nokkur fjöldi manns hefur einnig boðið fram aðstoð í athugasemdum við hana. Þá hafa fjölmargir lýst yfir ánægju og þakklæti fyrir framtakið.

Færsluna má finna hér en hafa má samband við þá sem færsluna ritar í skilaboðum með beiðni um aðstoð.