sudurnes.net
Bjóða upp á leigu matjurtagarða - Local Sudurnes
Íbúum Suðurnesjabæjar gefst kostur á að leigja matjurtagarða af sveitarfélaginu og rækta eigið grænmeti, en um er að ræða um það bil 15 fermetra matjurtagarða, sem hver og einn hefur til umráða. Garðarnir eru staðsettir við enda Sjávargötu. Í tilkynningu á vef sveitarfélagsins kemur fram að leigverð á garðinum sé 3.500 krónur og að umsóknarfrestur sé til og með 15. apríl. Nánari upplýsingar um hvernig sótt er um má finna hér. Í tilkynningunni segir jafnframt að matjurtagarðar séu aftur farnir að njóta vinsælda, enda geti íbúar ræktað hollt og gott grænmeti fyrir sig og sína og um leið notið útiveru í dásamlegu umhverfi. Meira frá SuðurnesjumSígarettustubbar geta leitt til uppsagnar á leigusamningumMenningarkort Reykjanesbæjar komið í notkunHandteknar um borð í vél Icelandair – Reyndu að stöðva brottvísun hælisleitandaMiklu magni lyfja stolið úr apóteki – Enn brotist inn í báta í NjarðvíkurhöfnTæplega 90% íbúa Suðurnesja skráðir á Heilsugæslustöðvar á svæðinuFá fimm mínútur til að sækja nauðsynjar – Svona fer aðgerðin fram!Endurnýja sjóvarnir í Garði og SandgerðiNý heilsugæsla í Innri – Njarðvík í útboðsferliReykjanesbær færir eignir í húsnæðissjálfseignarfélag – Stefnt á að bæta við íbúðum í haustRýmri heimildir fyrir Grindvíkinga