sudurnes.net
Bjóða Grindvíkingum til skötuveislu - Local Sudurnes
Þórláksmessuskata Grindvíkinga verður haldin í Samkomuhúsinu í Sandgerði næstkomandi laugardag, 16. desember frá klukkan 11.00 til 14.00. Grindvíkingum sem eiga þess kost að mæta er boðið til veislunnar. Þetta kemur fram á fésbókarsíðu Ásmundar Friðrikssonar, alþingismanns, þar segir að boðið verði upp á kæsta og saltaða skötu, saltfisk og plokkfisk með kartöflum, rófum, hamsatólg, rúgbrauð og kaffi. Undir borðum leika Harmonikkuunnendur á Suðurnesjum. Meira frá SuðurnesjumBjóða upp á skyndihjálparnámskeið sem miðar að ungabörnumHátíðardagskrá með óhefðbundnu sniðiSkemmtidagur Njarðvíkurprestakalls á sunnudag – Hoppukastalar og pylsupartý!Handverkssýning eldri borgara – Fjöldi skemmtiatriða út vikunaReykjanesbær býður upp á bílabíóÁsgeir ríður á vaðið í kvöldTöfrar og skemmtilegheit á þjóðhátíðardaginn í VogumStelpur rokka! með rokksumarbúðir í ReykjanesbæFjölskylduskemmtun Björgunarsveitarinnar Suðurnes í kvöldAðventugangan á laugardag