sudurnes.net
Bjóða geymslusvæði fyrir ferðavagna - Local Sudurnes
Reykanesbær mun bjóða íbúum að nýta ónotuð bílastæði við Heiðarskóla og Akurskóla sem geymslusvæði ferðavagna í sumar. Svæðin eru tilgreind (sjá mynd hé fyrir neðan) og þar sem þessi stæði verða nýtt aftur af starfsfólki skólanna þegar skólastarf hefst aftur í ágúst. Þessi svæði eru ekki vöktuð með beinum hætti en þar sem staðsetning þessara stofnanna er í miðjum hverfum þá er alltaf um óbeina vöktun að ræða. Vagnarnir eru þarna á ábyrgð eigenda og þarf að rýma svæðin í vikunni 9. – 13. ágúst þar sem starfsfólk mætir til vinnu 16. ágúst. Óskað er eftir því að þeir íbúar sem ætla nýta sér þessi svæði fyrir ferðavagnana sína sendi tölvupóst á netfangið reykjanesbaer@reykjanesbaer.is með skráningarnúmer ferðavagns og símanúmer eigenda. svæðið við Akurskóla Svæðið við Heiðarskóla Meira frá SuðurnesjumReykjanesbær leigir íbúum matjurtakassaKeyptu sína fyrstu íbúð á Kýpur – “Upp fyrir haus hugfangin af eyjunni”Verðlaun veitt fyrir best skreytta húsið og götunaVatnaveröld í 17. sæti á lista yfir uppáhalds sundlaugar landsmannaMöguleiki á milljón króna hótelherbergi á ValentínusardaginnAllir komnir með nýjar tunnur og flokkun hefst af fullri alvöruGanga Stapagötuna undir leiðsögn Rannveigar Garðars. – Gönguleið með athyglisverða söguSkessuskokk á laugardagHagstæð leið til að njóta þess sem Ísland hefur upp á að bjóðaReykjanesbær og [...]