sudurnes.net
Bjarni Gunnólfsson: "Tel að ég hafi loks öðlast þann þroska sem þarf til að vinna að góðum málefnum" - Local Sudurnes
Hugmyndir Sigmundar Davíðs Gunnlagssonar, fyrrverandi forsætisráðerra og stofnanda Miðflokksins, varðandi kerfisbreytingar eru megin ástæðan fyrir því að Bjarni Gunnólfsson ákvað að ganga til liðs við flokkinn og fara í framboð fyrir komandi kosningar til Alþingis. Bjarni skipar fimmta sæti á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi. Bjarni sem er lærður framreiðslumaður og hótel og rekstrarfræðingur er giftur, þriggja barna faðir og segist ekki hafa langt að sækja áhugann á pólitíkinni, faðir hans hafi alla tíð tekið virkan þátt í starfi stjórnmálaflokks og málefnin hafi mikið verið rædd á heimilinu. “Ég hef verið innan um pólitík alla mína ævi. Pabbi stóð í ströngu í pólitíkinni frá því að ég var smá patti og það var alltaf mikið rætt um pólitík á mínu æskuheimili. Pabbi vann til dæmis með mönnum eins og Vilmundi heitnum Gylfassyni.” Segir Bjarni í samtali við Suðurnes.net. Bjarni segist hafa hrifist af áherslum Miðflokksins og stofnanda hans og telur því að nú sé rétti tíminn til að hoppa út í hina pólistísku djúpu laug. “Ég hreifst mjög af kosningaáherslum Miðflokksins sem Sigmundur Davíð stofnaði á dögunum. Kosningaáherlsurnar eru því megin ástæðan fyrir því að ég fer í framboð á þessari stundu fyrir Miðflokkinn. Einnig þá tel ég að nú hafi ég loksins öðlast þann [...]