sudurnes.net
Bjargaði lífi fugla með því að aka út af - Local Sudurnes
Bif­reið hafnaði utan veg­ar á Garðvegi á Suður­nesj­um þegar ökumaður reyndi að beygja fram­hjá fugl­um á ak­braut­inni. Hann og farþegi í bíln­um sluppu ómeidd­ir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu, en óhöppin urðu fleirri því annað um­ferðaró­happ varð þegar karl­maður sem var á mótorkross­hjóli sínu á Sól­brekku­braut fékk hjólið ofan á sig í einu stökk­inu og var hann flutt­ur á heil­brigðis­stofn­un Suður­nesja með sjúkra­bif­reið, að því er seg­ir í til­kynn­ingunni. Þá varð um­ferðarslys á Njarðarbraut við Græ­nás­veg þegar bif­reið var ekið aft­an á aðra kyrr­stæða. Ökumaður fyrr­nefndu bif­reiðar­inn­ar var flutt­ur á HSS. Árekst­ur varð einnig þegar vöru­bif­reið og fólks­bif­reið skullu sam­an á gatna­mót­um í Njarðvík. Ökumaður síðar­nefndu bif­reiðar­inn­ar fann fyr­ir eymsl­um eft­ir árekst­ur­inn og voru báðar bif­reiðirn­ar óöku­fær­ar. Meira frá SuðurnesjumSkutlari stöðvaður tvívegisSystur deildu fyrsta sæti í stærðfræðikeppni FSVörubifreið ók í veg fyrir flugvél á KeflavíkurflugvelliNíu sluppu án meiðsla þegar ökumaður í vímu ók á rútuFrá ritstjóra: Fasteignafélög moka inn seðlum eftir snilldardíla við KadecoÓk á ofsahraða fram úr lögreglubifreið á ReykjanesbrautVinna með verktaka að lausn á sláttumálumÁ von á 130 þúsund króna sekt eftir hraðaksturSláttur hafinn á opnum svæðum – Íbúar fjarlægi fellihýsiStóra strætómálið aftur í bæjarráð