Nýjast á Local Suðurnes

Bjargað úr brennandi húsi

Manni var bjargað úr brennandi húsi við Hlíðarveg í Reykjanesbæ á fjórða tímanum í dag.

Tilkynning um eldinn barst slökkviliði um klukkan tuttugu mínútur í fjögur og var dælubíll og sjúkrabifreið þegar send á vettvang. Frá þessu er greint á Vísi.

Jón Guðlaugsson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Suðurnesja, segir í samtali við Vísi að þegar að var komið hafi verkefnið reynst mun umfangsmeira en reiknað hafði verið með. Ekki hefði komið fram í tilkynningunni til slökkviliðs um að maður væri innandyra í húsinu þar sem eldurinn var.