Nýjast á Local Suðurnes

Bílvelta við Kúagerði – Töluvert um umferðaróhöpp á Suðurnesjum

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Bílvelta varð vestan við Kúagerði á Reykjanesbraut í morgun. Ökumaðurinn var einn á ferð og slapp hann án meiðsla. Hann hafði misst stjórn á bifreiðinni í hálku með þeim afleiðingum að bifreiðin rann út af veginum, lenti á steini og valt. Óskað var eftir dráttarbifreið til að fjarlægja bifreiðina sem var á toppnum þegar að var komið.

Nokkuð hef­ur verið um um­ferðaró­höpp í um­dæmi lög­regl­unn­ar á Suður­nesj­um á und­an­förn­um dög­um. Tveir öku­menn urðu fyr­ir því óhappi að aka ofan í brunn sem var op­inn á Aðal­götu í Kefla­vík. Önnur bif­reiðin skemmd­ist það mikið að fjar­lægja þurfti hana með drátt­ar­bif­reið.