Nýjast á Local Suðurnes

Bílstjóri Bus4u forðaði stórslysi – “Við erum óhult og það er þér að þakka”

Bílstjóri hjá hópferðfyrirtækinu Bus4u, sem staðsett er í Reykjanesbæ, brást hárrétt við í afar erfiðum aðstæðum þegar hópferðabifreið á vegum fyrirtækisins endaði utanvegar á Hellisheiði í mikilli hálku á dögunum. Um tuttugu farþegar voru um borð í bifreiðinni þegar óhappið varð og sakaði engann.

Þetta kemur fram í bréfi frá farþega sem var í bifreiðinni til forsvarsmanna fyrirtækisins, en þar segir að bílstjórinn hafi með viðbrögðum sínum forðað stórslysi, en að mati bréfritara hefði rútan oltið hefði bílstjórinn ekki brugðist við með þeim hætti sem hann gerði.

Bréfið frá farþegnum sem var birt í athugasemdakerfi Vísis sem ummæli við frétt fjölmiðilsins um atvikið má sjá í heild hér fyrir neðan:

Heil og sæl eigendur, stjórnendur og starfsfólk Bus4U
Ég verð að fá að hrósa bílstjóranum sem var að keyra rútu sem ég var í í dag og rann út af við Draugahlíðabrekku
Hann brást hárrétt við og bjargaði því að rútan valt ekki á hliðina
Það var glerhálka þarna og vindasamt og í einni vindhviðunni þá byrjaði bílinn að slide-a og bílstjórinn hann xxxx náði að stýra rútunni útaf þegar hún var komin á flug í stað þess að reyna að halda henni á veginum sem hefði ollið því að rútan hefði oltið niður á og farið á hliðina
Það var mikill halli þarna allt um í kring og hann las aðstæður vel
Ég vil þakka xxxx fyrir skjót og snörp viðbrögð, ég verð endalaust þakklát fyrir að hann kom í veg fyrir að það hafi orðið slys og áfall
Endilega komið þessum skilaboðum til hans, hann á miklar þakkir fyrir
Einnig bendi ég á að það komu bílar þarna í kjölfarið sem áttu í erfiðleikum og við sáum að þeir lentu næstum því í að renna sömu leið þar á meðal mjög stór saltbíll frá Vegagerðinni
Það hefði nú endað illa ef við hefðum fengið þá í skottið á okkur eða á hliðina
xxxx bílstjóri stóð strax upp þegar við vorum orðinn kyrr og athugaði með stöðuna og ástand okkar og gerði það rétta að hringja í fyrirtækið meðan samstarfsfélagi minn hringdi í 112 til að láta vita af aðstæðum, gefa upp staðsetningu og að rútan væri á 4 hjólum og allir óhultir
Enn og aftur, takk xxxx, þú gerðir það sem þurfti til að bjarga farþegum rútunnar, við erum óhult og það er þér að þakka

Mynd: Skjáskot / Facebook