Nýjast á Local Suðurnes

Biðja fólk um að yfirgefa fjöruna vegna sýkingarhættu

Björgunarsveitarmenn hafa beðið fólk, sem ætlaði að reyna að bjarga grindhvalavöðu úr ströndinni við Útskálakirkju í Garði, um að yfirgefa fjöruna.
Sýkingarhætta er af dýrunum og þá er sjórinn orðinn rauður af blóði. „Það má ekki hreyfa dýrin því það fer illa með þau,“ segir Ingólfur Einar Sigurjónsson, formaður björgunarsveitarinnar Ægis í samtali við RÚV.

Lögreglunni á Suðurnesjum barst tilkynning á tíunda tímanum í kvöld að um fimmtíu grindhvalir væru strandaðir í fjörunni við Útskálakirkju. Ljóst er að erfitt verður að bjarga dýrunum þar sem það fjarar fljótt undan þeim.