Nýjast á Local Suðurnes

Berbrjósta sundgestir sennilega ekki stoppaðir í Grindavík

Sundlaugarverðir í Grindavík myndu sennilega ekki stöðva berbrjósta kvenfólk sem vill kíkja í laugina í Grindavík, en ekki eru neinar sérstakar reglur er varða klæðarburð sundlaugargesta aðrar en þær að gestir klæðist hreinum fatnaði, sem ætlaður er til sundiðkunar.

“Við höfum ekki sett neinar sérstakar reglur um þetta hjá okkur. Það eina sem stendur í reglunum hjá okkur er að sundlaugargestir eigi að vera í hreinum sundfötum sem eru ætluð til sundiðkunnar. Við myndum því sennilega ekki stoppa berbrjósta sundgesti.” Sagði Siggeir Ævarsson upplýsingafulltrúi Grindavíkurbæjar í svari við fyrirspurn Suðurnes.net um afstöðu manna þar á bæ til berbrjósta kvenna í sundlaugum.