sudurnes.net
Benda foreldrum á að fylgjast með veðurspám - Allt að 40 m/s í hviðum - Local Sudurnes
Veður­stofa Íslands spáir mjög slæmu veðri á morg­un, föstu­dag­inn 24. fe­brú­ar. Bú­ast má við að vind­hraði nái víða 20-28 m/​s á sunn­an- og vest­an­verðu land­inu eft­ir há­degi á morg­un, ásamt mjög hvöss­um vind­hviðum, allt að 40 m/​s. Veðrinu fylg­ir tals­verð úr­koma, fyrst snjó­koma en síðan slydda eða rign­ing. Viðbúið er að skyggni verði víða slæmt og ferðaveður sums staðar mjög slæmt, að því er seg­ir í til­kynn­ingu á vefsíðu Veðurstofunnar. Flestir grunnskólar á Suðurnesjum hafa nýtt samfélagsmiðlana til þess að benda foreldrum á að fylgjast með veðurspám á morgun, þar sem versta veðrið muni að öllum líkindum ganga yfir á þeim tíma sem börn halda heim á leið. Þá er nemendum Fjölbrautaskólans einnig bent á að fylgjast með spám. Meira frá SuðurnesjumHálka eða hálkublettir víða á ReykjanesiKólnandi veður framundan – Snjór í kortunumBúist við stormi syðst á landinu í nóttHvassviðri næstu daga – Lægir og hlýnar eftir helgiReykjanesbraut lokuð vegna veðursHaustið skellur á af þunga næstu daga – Vætu- og vindasamtByggðu bankaútibú í Leifsstöð á mettíma – Myndband!Rok og rigning í kvöld og nótt – Má búast við 18-20 m/s á SuðurnesjumStormviðvörun – Búast má við erfiðum akstursskilyrðum í lélegu skyggni og hvössum vindiVeðurstofan varar við stormi – Talsverð úrkoma [...]