sudurnes.net
BaseParking kvartar undan Isavia - Sektaðir fyrir að nota skammtímastæði við flugstöðina - Local Sudurnes
Forsvarsmenn fyrirtækisins BaseParking ehf. hafa lagt inn kvörtun til samkeppniseftirlitsins vegna framkomu Isavia í þeirra garð. Þeir segja ríkisfyrirtækið leggja stein í götu þeirra við hvert tækifæri, meðal annars með tilraunum til að leggja sektir á fyrirtækið fyrir að nota stæði við flugstöðina og að bjóða upp á sömu þjónustu og BaseParking geri. Frá þessu er greint á Vísi.is, en þar segja forsvarsmenn BaseParking að Isavi reyni að ýta þeim út til að sitja eitt að þessum markaði. „Þeir eru að leggja stein í götu okkar, það er augljóst. Þeir hafa reynt að reka okkur frá flugstöðvarbyggingunni, reynt að sekta okkur fyrir að nota í mjög skamma stund bílastæði nálægt flugvellinum og svo í ofanálag eru þeir farnir að bjóða upp á nákvæmlega sömu þjónustu og við erum að veita.“ Segir í frétt Vísis. Meira frá SuðurnesjumBílastæðaþjónustur nota malarvegi og þjónustusvæði við Reykjanesbraut sem geymsluplássBílastæðafyrirtækjum fjölgar á KeflavíkurflugvelliSamkeppnin harðnar í bílastæðaþjónustu við Leifsstöð – Áhrifavaldur ætlar sér stóra hlutiSlæmt veður í kortunum – Flugi aflýst eða frestaðHeimsóttu 26 sundlaugar og gáfu einkunn – Suðurnesjalaugar komu vel útHópferðir Sævars taka við almenningssamgöngum í Reykjanesbæ – Áfram frítt í strætóBæjarstjóri í sóttkví: “Það er full ástæða til að taka ástandið alvarlega”Kósý-jólatónleikar til styrktar Heiðu [...]