Nýjast á Local Suðurnes

Baráttan um VS: Nær allir frambjóðendur B-lista starfa fyrir sama atvinnurekanda

Boðað hefur verið til félagsfundar í Verslunarmannafélagi Suðurnesja þann 12. apríl næstkomandi og er eina mál fundarins ósk B-lista um framlengingu skilafrests á framboðsgögnum vegna allsherjarkosningar, eða stjórnarkjörs í félaginu, en kjörstjórn úrskurðaði á dögunum að annað tveggja framboða til stjórnar, B-listi, uppfyllti ekki þau skilyrði sem sett eru fyrir framboði og dæmdi framboðið ógilt.

Listarnir tveir eru ólíkir á að líta þegar litið er til starfa þeirra einstaklinga sem bjóða fram, en nær allir frambjóðendur B-lista starfa fyrir sama atvinnurekanda, Icelandair, eða dótturfélag þess, flugþjónustufyrirtækið IGS á Keflavíkurflugvelli. Einungis sex af 24 frambjóðendum starfa fyrir önnur fyrirtæki á svæðinu. Frambjóðendur A-lista starfa hins vegar í hinum ýmsu atvinnugreinum og hjá fyrirtækjum víðsvegar af Suðurnesjum.

Hér má lista yfir frambjóðendur beggja framboða og atvinnurekendur þeirra.