sudurnes.net
Banna á vinstri beygju við Hafnaveg - Ekki á áætlun að breyta öðrum gatnamótum - Local Sudurnes
Bannað verður að beygja til vinstri á gatnamótum Hafnavegar og Reykjanesbrautar en breytingar á gatnamótunum munu fylgja framkvæmdum við undirgöng sem Vegagerðin stefnir á að bjóða út á næstunni. Til stóð að gera þessar breytingar síðasta haust þegar framkvæmdir voru í gangi við nýtt hringtorg við Stekk, en ekki náðist að klára þær framkvæmdir af ýmsum ástæðum. Þetta kemur fram í svari Svans G. Bjarnasonar svæðisstjóra Vegagerðarinnar við fyrirspurn Suðurnes.net. “Það var hluti af útboðinu á hringtorginu við Stekk/Fitjar að loka fyrir vinstri beygjuna á Hafnaveginum. Það var hinsvegar ekki hægt að gera það fyrr en framkvæmdum við hringtorgið var lokið. Af ýmsum ástæðum drógust framkvæmdir við hringtorgið fram í desember og var því ekki hægt að ljúka við að steypa alla kantsteina fyrir veturinn og þar á meðal kantsteina sem þurfti til að steypa eyju við Hafnaveginn til að koma í veg fyrir möguleika á að taka vinstri beygju.” Sagði Svanur meðal annars í svari sínu. Frá framkvæmdum við hringtorg á Reykjanesbraut – Til stóða að breyta gatnamótum við Hafnarveg á sama tíma, en það tókst ekki af ýmsum ástæðum Vert er að geta þess að tvöföldun Reykjanesbrautar er ekki á samgönguáætlun, sem gildir til ársins 2018, einu framkvæmdirnar við [...]