sudurnes.net
Baneitraður en vistvænn föstudagspistill Árna Árna - Local Sudurnes
Vikan byrjaði með samhug þjóðarinnar með Reyknesingum sem eru sannfærðir um að mengun frá kísilverksmiðju í Helguvík sé heilsuspillandi. Kona ein í bæjarfélaginu greindi frá í fréttum að hún væri með brennda slímhúð vegna mengunar. Þjóðin fylgdist með, allavega svona með öðru auganu. En þá flétti Kastljós ofan af túttum við skelfileg skilyrði í Mosfellsbæ og þjóðin stóð á öndinni- ekki vegna mengunarinnar af sunnan. Neytendur hafa verið blekktir og talið trú um vistvæn egg og greitt fyrir það meira en venjuleg egg. Jú það er ótrúlegt að Brúnegg skyldu komast upp með það,en framkvæmdastjóri hefur viðkennt brotin og segir að myndbandið frá búinu sé gamalt og nú séu aðstæður aðrar. Er ekki í lagi að við öndum að okkur, látum skoða málið og gefum fyrirtækinu annað tækifæri. Brúnegg er ekki eina tilfellið sem við þekkjum til þar sem neytendur eru blekktir. Nokkur dæmi gengu á samskiptamiðlum um að verslanir hækkuðu vörur fyrir Black Friday til að tapa ekki krónu. Við getum í raun kennt um í þessu tilfelli, eftirlitsaðilum um að hafa ekki greint frá málinu strax og gefið fyrirtækinu tækifæri á að bæta sig. Sem það segir að nú hafi verið gert. Málið gekk svo langt að eggjum [...]