Nýjast á Local Suðurnes

Banaslys á Reykjanesbraut

Karlmaður á fertugsaldri lést eftir árekstur vörubifreiðar með tengivagn og bifhjóls á mótum Reykjanesbrautar og Hafnarvegar í Reykjanesbæ í morgun.

Til­kynnt var um um­ferðarslys á mót­um Reykja­nes­braut­ar og Hafna­veg­ar í Reykja­nes­bæ til lög­reglu klukk­an 07:09 í morg­un. Bif­hjól­inu hafði verið ekið suður Reykja­nes­braut og vöru­bif­reiðin var á leið af Hafna­vegi norður Reykja­nes­braut þegar slysið varð. Reykjanesbraut var lokuð í rúmar þrjá klukkustundir vegna slyssins.

Lögreglan á Suðurnesjum vinnur að rannsókn á tildrögum slyssins með aðstoð tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Ekki er unnt að greina frá nafni hins látna að svo stöddu.