Nýjast á Local Suðurnes

Banaslys á Reykjanesbraut

Einn lést og tveir slösuðust í hörðum árekstri jeppa og fólks­bíls á Reykja­nes­braut, aust­an við Brunn­hóla, í morg­un. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu. Reykjanesbraut var lokuð í tæpar þrjár klukkustundir vegna slyssins.

Lög­regl­unni barst til­kynn­ing um slysið klukk­an 6.48, en bíl­arn­ir voru að koma úr gagn­stæðri átt. Í tilkynningu lögreglu kemur fram að talið sé að ann­arri bif­reiðinni hafi verið ekið yfir á rang­an veg­ar­helm­ing.

Sá sem lést var farþegi í ann­arri bif­reiðinni, en ekki er hægt að greina frá líðan öku­mann­anna að svo stöddu.

Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu og rann­sókn­ar­nefnd sam­göngu­slysa rann­saka slysið.