sudurnes.net
Bætt heilsa í vaktavinnu er nauðsynleg - Local Sudurnes
Skaðsemi vaktavinnu á heilsu er þekkt og minnir um margt á þau áhrif sem viðvarandi streita veldur á líkama og sál. Erlendar rannsóknir sýna að þeir sem stunda vaktavinnu eru líklegri til þess að þjást af offitu, sykursýki, efnaskiptavillu, meltingarvandamálum og þunglyndi svo eitthvað sé nefnt. Rannsóknir sýna einnig að neikvæð heilsufarsleg áhrif af vaktavinnu geta verið viðvarandi jafnvel þó starfsmaður sér hættur í vaktavinnu og hafi snúið sér að dagvinnu. Tíðni slysa er um 25-30% hærri í vaktavinnu og eykst enn ef vaktir eru langar. Mikilvægt er að fræða vaktavinnufólk um óæskileg áhrif vaktavinnu og hvernig hægt sé að vinna gegn þeim áhrifum. Námskeið sérstaklega ætlað vaktavinnufólki Jóhann Friðrik Friðriksson Nexis heilsuefling í samstarfi við MSS bíður uppá námskeið sem ber yfirskriftina “Bætt heilsa í vaktavinnu” og fer það fram í janúar nk. í Hljómahöll. Námskeiðið er sérstaklega ætlað vaktavinnufólki á Suðurnesjum og stjórnendum fyrirtækja þar sem unnið er á vöktum. Hægt er að velja á milli tveggja dagsetninga, 6. janúar og 13. janúar sem ætti að auka líkurnar á því að vaktavinnufólk sjái sér fært að mæta. Á námskeiðinu verður farið yfir heilsufarslegar afleiðingar vaktavinnu og hvernig megi fyrirbyggja eða draga úr þeim áhrifum. Innifalið í námskeiðinu er [...]