Nýjast á Local Suðurnes

Bæjaryfirvöld hafa gert ráð fyrir niðurrifi sundhallar frá árinu 2006

Gert hefur verið ráð fyr­ir því í gögn­um bæj­ar­ins frá 2009 að húsnæði gömlu sundhallarinnar við Framnesveg í Reykjanesbæ væri víkj­andi og raun­ar gert ráð fyr­ir niðurrifi þess frá árinu 2006.

Þetta kemur fram í máli Friðjóns Einarssonar, formanns bæj­ar­ráðs Reykja­nes­bæj­ar, en hann ræddi við mbl.is um ástæður þess að deiliskipulag við Framnesveg var samþykkt á dögunum.

„Við frestuðum af­greiðslu á deili­skipu­lag­inu um mánuð í sam­vinnu við Minja­stofn­un til að gefa sam­tök­un­um tæki­færi á að koma með ein­hverj­ar hug­mynd­ir um hvað hægt væri að gera,“ seg­ir Friðjón

„Húsið þarfn­ast mik­ils viðhalds og lag­fær­ing­ar. Upp­hæðirn­ar hlaupa á hundruðum millj­óna ef það á að lag­færa það,“ seg­ir hann. Ekki standi til að bær­inn kaupi húsið og Holl­vina­sam­tök­in hafi aldrei óskað aðkomu bæj­ar­ins með öðrum hætti en að biðlund sé sýnd.

Holl­vina­sam­tök Sund­hall­ar­inn­ar hafa und­an­farn­ar vik­ur bar­ist fyr­ir því að Sund­höll­in verði ekki rif­in, held­ur verði hús­inu fundið annað hlut­verk. Friðjón seg­ir ekk­ert hafa komið út úr þeim hug­mynd­um, enda skil­greini Holl­vina­sam­tök­in sig sem áhuga­hóp, ekki fjár­festi.