Nýjast á Local Suðurnes

Bæjaryfirvöld gerðu Helguvíkursöfnun erfitt fyrir með vali á tímasetningu

Hópurinn ánægður með þann hluta sem fram fór með hefðbundnum hætti - Á pappír

Undirskriftasöfnun vegna deiliskipulags kísilverksmiðju Thorsil í Helguvík lauk á miðnætti. Söfnunin gekk vel að mati forsvarsmanna, þrátt fyrir að bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ hafi gert þeim erfitt fyrir með vali á tímasetningu en hópurinn hefði frekar viljað framkvæma söfnunina í ágúst, eftir aðal sumarfrístímabilið.

“Enda kom það í ljós þegar gengið var í hús að mjög margir voru ekki heima, nú þegar aðal sumarleyfistíminn stendur yfir. Þetta vissu bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ auðvitað og lögðu þess vegna gríðarlega áherslu á að söfnunin færi fram núna þrátt fyrir að við í baráttuhópnum og Þjóðskrá vildum frekar að hún færi fram í ágúst.” Sögðu forsvarsmenn hópsins í svari við fyrirspurn Local Suðurnes.

undirskriftir helguvik

Fjöldi fólks tók þátt í að safna undirskriftum þar á meðal þær Íris, Ása og Marta

Fjöldi manns tók þátt í að ganga í hús og safna undirskriftum og að sögn forsvarmannaa hópsins gekk sá hluti söfnunarinnar mjög vel, þrátt fyrir að margir væru að heiman. Þátttaka í rafrænni könnum Þjóðskrár sem fram fór á vefnum Ísland.is gekk ekki eins vel og að mati hópsins þarf Þjóðskrá að endurskoða fyrirkomulag við safnanir af þessu tagi.

“Við erum ánægð með þann hluta söfnunarinnar sem fór fram með hefðbundum hætti á pappír. Mjög fáir sem við hittum vildu ekki skrifa undir, en eins og áður segir voru mjög margir ekki heima. Rafræni hluti söfnunarinnar var hins vegar mjög dræmur og ljóst að Þjóðskrá þarf að endurskoða það fyrirkomulag ef nota á þá aðferð í framtíðinni. Ef flækjustigið er of mikið til að geta tekið þátt í rafrænni kosninu eða undirskriftasöfnun, þá er almenningur ekki til í það taka þátt, það er ljóst.”

helguvik

Safnað var undirkriftum vegna deiliskipulagsbreytinga í Helguvík.

Undirskriftirnar verða afhentar þjóðskrá í dag og kemur endanlegur fjöldi undirkrifta í ljós þegar farið hefur verið yfir gögnin og því ekki hægt að segja til um niðustöðurnar í augnablikinu. Forsvarsmenn söfnunarinnar eru þó ánægðir:

“Það tóku margir þótt í að safna, já. Hópur bæjarbúa lagði á sig mikla vinnu í þessu en það sem gerði þessa söfnun erfiða var tímasetningin. Þjóðskrá fær gögnin í hendur í dag og ekki er hægt að segja til um endanlega fjölda fer farið hefur verið yfir gögnin. Þar af leiðandi er ómögulegt að segja fyrir um niðurstöðuna núna. En við erum bjartsýn og vongóð.”