sudurnes.net
Bæjarstjórn samþykkti einróma fyrirhugaða uppbyggingu í Njarðvíkurhöfn - Local Sudurnes
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti einróma fyrirhugaða uppbyggingu í Njarðvíkurhöfn á bæjarstjórnarfundi þann 3. nóvember. Liður 4 í fundargerð stjórnar Reykjaneshafnar frá 22. október 2020: „Mikil óvissa er uppi í þjóðfélaginu og í heiminum öllum vegna alheimsfaraldursins COVID 19. Mörg fyrirtæki á landinu, í ferðaþjónustu sem og öðrum atvinnugreinum, eiga í miklum rekstrarerfiðleikum þar sem gjaldþrot þeirra blasir jafnvel við. Þessum erfiðleikum fylgir atvinnuleysi og er atvinnuleysi nú á Suðurnesjum með því hæsta sem þekkst hefur í Íslandssögunni. Við þessari þróun þarf að sporna með framkvæmdum sem skapa störf tímabundið og til lengri tíma”. Bygging þurrkvíar í NjarðvíkSkipasmíðastöð Njarðvíkur hefur hug á að efla starfsemi sína með byggingu nýrrar þurrkvíar á athafnasvæði sínu við Njarðvíkurhöfn. Sú uppbygging myndi strax skapa á annað hundrað bein og óbein störf og leiða til annarrar uppbyggingar með viðeigandi störfum. En til að þessi áform gangi eftir þarf að ráðast í verulegar hafnarframkvæmdir í Njarðvíkurhöfn. Reykjaneshöfn sem á og rekur Njarðvíkurhöfn, hefur á undanförnum árum stefnt að endurbótum á hafnaraðstöðunni í Njarðvík, er varðar endurnýjun viðlegukanta, dýpkun og byggingu skjólgarðs. Þær framkvæmdir myndu nýtast vel til að skapa það umhverfi sem til þarf fyrir uppbyggingu Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur, auk þess að skapa möguleika á uppbyggingu á annarri hafnsækinni [...]