Nýjast á Local Suðurnes

Bæjarstjóri Reykjanesbæjar vill sjá hugarfarsbreytingu

Bæjarstjóri Reykjanesbæjar, Kjartan Már Kjartansson vill sjá hugarfarsbreytingu hjá íbúum sveitarfélagsins þegar kemur að greiðslu útsvars í bæjarfélaginu. Hann telur að allt of margir einstaklingar noti allar mögulegar leiðir til þess að komast hjá greiðslu opinberra gjalda. Þetta kemur fram í pistli sem bæjarstjórinn birti á heimasíðu Reykjanesbæjar.

Bæjarstjóri tekur ekki undir með þeim sem vilja banna opinbera birtingu álagningarskrárinnar, en töluverð umræða hefur myndast um það að undanförnu, meðal annars á alþingi.

Áður fyrr spannst talsverð umræða um þessi mál þegar álagningaskráin var lögð fram. Margir kynntu sér hana og létu vita að þeim líkaði illa hve margir virtust vera að svíkja undan skatti því það þýðir auðvitað bara að hinir, sem borguðu sín gjöld, héldu kerfinu og þjónustunni uppi fyrir allan hópinn. Undanfarin ár hefur þessi umræða farið heldur lágt og fáir sem sýna málinu áhuga. Nú má jafnvel finna alþingismenn sem vilja banna opinbera birtingu álagningarskrárinnar. Það finnst mér ekki góð hugmynd. Segir Kjartan Már meðal annars í pistlinum.

Pistilinn má finna í heild sinni hér.