sudurnes.net
Bæjarstjóri biður Viðskiptablaðið afsökunar - Ársreikningarnir fundnir - Local Sudurnes
Umræða á samskiptamiðlum um mál sem varðar samskipti starfsmanna fjármálasviðs Reykjanesbæjar við blaðamann Viðskiptablaðsins um ársreikninga sveitarfélagsins varð þess valdandi að bæjarstjóri Reykjanesbæjar, Kjartan Már Kjartansson, sá ástæðu til þess að útskýra málið frá sjónarhóli Reykjanesbæjar í pistli sem birtur er á heimasíðu sveitarfélagsins. Í pistli bæjarstjóra kemur fram að ársreikningarnir séu nú fundnir og unnið sé að því að fjölrita þá svo unnt sé að koma þeim í hendur blaðamanns. Þá kemur einnig fram í pistlinum að bæjarstjóri hafi sent afsökunarbeiðni til blaðsins. “Ársreikningar á umræddu tímabili voru ekki geymdir á rafrænu formi, eins og gert er í dag, heldur í pappírsformi. Skjalaskráning og utanumhald á þessum tíma var í ákveðnu tölvukerfi sem síðan hefur verið endurnýjað og fyrra kerfi aflagt. Fyrir nokkrum árum var gerð leit að umræddum ársreikningum í skjalasafni Reykjanesbæjar en fundust ekki. Það voru svörin sem Viðskiptablaðið fékk frá fjármálasviðinu.” Segir meðal annars í pistlinum, sem finna má í heild sinni hér. Eftirfarandi er afsökunarbeiðni sem send var á Viðskiptablaðið vegna málsins: „Til ritstjórnar Viðskiptablaðsins Undirrituðum var ekki kunnugt um þá ósk Viðskiptablaðsins að fá afrit af 15-20 ára gömlum ársreikningum Reykjanesbæjar. Þó reikningarnir hafi ekki fundist í núverandi skjalakerfi sveitarfélagsins hefði mátt ætla að endurskoðunarfyrirtæki [...]