sudurnes.net
Bæjarstjórar gera athugasemd við samanburð sveitarfélaganna - Local Sudurnes
Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanesbæjar og Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar gera athugasemdir við samanburð Samtaka atvinnulífsins (SA) á rekstrarframmistöðu stærstu sveitarfélaganna. Að þeirra mati er framsetning SA á samanburði á rekstrarframmistöðu sveitarfélaga og hvernig þau standa innbyrðis út frá mismunandi rekstrarmælikvörðum ekki af gefa rétta mynd af rekstrarstöðu sveitarfélaganna í dag. Ef það hefur verið ætlun samtakanna að gefa mynd af því hvernig þetta hefur verið að meðaltali frá 2002 hefði það átt að koma skýrar fram. Eins og þetta er sett fram má ætla að samantektin segi til um stöðuna í dag, sem hún gerir alls ekki. Eftirfarandi er samantekt þeir tóku saman og er hún meðal annars birt á vefjum sveitarfélaganna: Athugasemdir við samanburð Samtaka atvinnulífsins á rekstrarframmistöðu stærstu sveitarfélaganna. Gera verður alvarlegar athugasemdir við þann samanburð sem Samtök atvinnulífsins hafa gert á rekstrarframmistöðu stærstu sveitarfélaganna. Viljum við einkum gera athugasemd við eftirfarandi sem gefur alls ekki rétta mynd af raunverlegum rekstri sveitarfélaga í dag: 1) …og þeim gefin stig fyrir innbyrðis stöðu í hverjum samanburði fyrir sig. 2) Í umfjöllun dagsins munum við bera saman rekstrarframmistöðu stærstu sveitarfélaganna og hvernig þau standa innbyrðis út frá mismunandi rekstrarmælikvörðum. 3) Þá er skattheimta og þjónusta jafnframt borin saman milli sveitarfélaga. Eðli máls samkvæmt er mikil fylgni [...]