sudurnes.net
Bæjarráð Voga: Samstarfið við björgunarsveitina hefur til þessa gengið vel - Local Sudurnes
Bergur Álfþórsson formaður bæjarráðs Voga segir að samstarf sveitarfélagsins og björgunarsveitinnar hafi til þessa gengið vel og án hnökra, eða þar til niðurstöður síðustu sveitarstjórnakosninga lágu fyrir, en þá hafi formaður björgunarsveitarinnar, Kristinn Björgvinsson misst sæti sitt sem formaður bæjarráðs. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá meirihluta bæjarráðs Voga. Þá segir ennfremur í yfirlýsingunni að það sé einlægur vilji bæjarráðs að á komist eðlileg samskipti og samningur milli Bjsv. Skyggnis og Sveitarfélagsins Voga. Yfirlýsinguna má finna í heild sinni hér fyrir neðan: Í maí 2014 afgreiddi frístunda og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga frá sér drög að samningi við Björgunarsveitina Skyggni til afgreiðslu í bæjarráði. Drögin innihéldu viðaukasamning þar sem kveðið var á um „styrkupphæðir“ sem voru sundurliðaðar svo: Flugeldasýningar 2 x 400.000.- Unglingastarf 2 x 250.000.- Almennur styrkur 2 x 500.000.- Þessar upphæðir kæmu til greiðslu 10. Janúar og 10. Ágúst. Að auki var ákvæði um kr 4.000.000.- styrk til byggingaframkvæmda og tækjakaupa. Þessum samningi var að endingu vísað til bæjarstjórnar, aftur til bæjarráðs og þaðan til frekari vinnslu bæjarstjóra. Niðurstaðan var sú að eftir langa mæðu náðist niðurstaða sem kvað á um að styrkur ársins 2015 yrði kr. 2.060.000.- og skilningur að sá styrkur tæki til: flugeldasýningar á þrettándann, gæslu á fjölskyldudögum [...]