sudurnes.net
Auka þjónustu strætó í Reykjanesbæ - Nýjar leiðir og aka lengur - Local Sudurnes
Nýjar og uppfærðar strætóleiðir taka gildi í Reykjanesbæ þann 6. janúar 2020. Helstu breytingar eru þær að akstur byrjar fyrr og vagnar aka lengur virka daga. Þá verður ferðum á laugardögum fjölgað og reynsla gerð á sunnudagsakstri innanbæjarstrætó. Helstu breytingar sem gerðar verða eru þær að leið R1 og R2 verða sameinaðar í leið R1, akstursleiðir uppfærðar og nokkrum stoppistöðvum bætt við og aðrar felldar út. Leið R3 verður áfram sjálfstæð en leið uppfærð og stoppistöðvum fjölgað. Á virkum dögum hefst akstur fyrr eða kl. 7:00 og ekið verður lengur á daginn eða til kl. 23:00. Á laugardögum verður tíðni ferða aukin og akstri á sunnudögum bætt við. Yfirlit yfir strætóleiðirnar og tímatöflur má sjá á www.strætó.is þegar nær dregur. Í framhaldi af breytingunum verður fylgst með notkuninni á innanbæjarstrætó með það að markmiði að betrumbæta kerfið enn frekar og auka nýtingu þess. Allar ábendingar varðandi strætóleiðir Reykjanesbæjar eru vel þegnar og má senda í gegnum Ábendingagátt Reykjanesbæjar. Smella hér til að fara á Ábendingagátt Sala strætókorta 2020 er hafin. Smella hér fyrir nánari upplýsingar Meira frá SuðurnesjumBjóða út byggingu fjögurra kílómetra göngustígsGefa lítið fyrir álit sérfræðinga og segja nýtt leiðakerfi strætó ekki ganga uppAflýsa brennumFriðarganga í Grindavík á föstudagGanga um allt [...]