Nýjast á Local Suðurnes

Auka þjónustu strætó í Reykjanesbæ – Nýjar leiðir og aka lengur

Nýjar og uppfærðar strætóleiðir taka gildi í Reykjanesbæ þann 6. janúar 2020. Helstu breytingar eru þær að akstur byrjar fyrr og vagnar aka lengur virka daga. Þá verður ferðum á laugardögum fjölgað og reynsla gerð á sunnudagsakstri innanbæjarstrætó.

Helstu breytingar sem gerðar verða eru þær að leið R1 og R2 verða sameinaðar í leið R1, akstursleiðir uppfærðar og nokkrum stoppistöðvum bætt við og aðrar felldar út. Leið R3 verður áfram sjálfstæð en leið uppfærð og stoppistöðvum fjölgað.

Á virkum dögum hefst akstur fyrr eða kl. 7:00 og ekið verður lengur á daginn eða til kl. 23:00. Á laugardögum verður tíðni ferða aukin og akstri á sunnudögum bætt við.

Yfirlit yfir strætóleiðirnar og tímatöflur má sjá á www.strætó.is þegar nær dregur. Í framhaldi af breytingunum verður fylgst með notkuninni á innanbæjarstrætó með það að markmiði að betrumbæta kerfið enn frekar og auka nýtingu þess.

Allar ábendingar varðandi strætóleiðir Reykjanesbæjar eru vel þegnar og má senda í gegnum Ábendingagátt Reykjanesbæjar. Smella hér til að fara á Ábendingagátt

Sala strætókorta 2020 er hafin. Smella hér fyrir nánari upplýsingar