Nýjast á Local Suðurnes

Auglýsa deiliskipulagstillögu vegna Hafnargötu 56 – Hús sem fyrir er á lóðinni verði varðveitt

Erindi BGB ferðaþjónustu varðandi deiliskipulagstillögu að Hafnargatu 56 og 56a var tekið fyrir á fundi ráðsins þann 9. janúar síðastliðinn og heimilaði ráðið auglýsingu á tillögunni.

Markmið deiliskipulags er að skilgreina reit á lóðinni fyrir nýbyggingu fyrir verslun, skrifstofu- og þjónustuhúsnæði, hótel og gististarfsemi eða íbúðir í samræmi við skilmála Aðalskipulags Reykjanesbæjar 2015 –2030. Hús sem fyrir er á lóðinni er varðveitt, en heimilt að breyta innra fyrirkomulagi.

Tillögur verða til sýnis á skrifstofu Reykjanesbæjar að Tjarnargötu 12 frá og með 31. janúar 2018 til 9. mars 2018. Tillögur eru einnig aðgengilegar á heimasíðu Reykjanesbæjar.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 9. mars 2018.