sudurnes.net
Atvinnuleysi komið yfir 20 prósentin - Local Sudurnes
Atvinnuleysi í Reykjanesbæ jókst um 1,1% á milli ágúst og september samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar. Samanlagður fjöldi atvinnulausra auk þeirra sem eru á hlutabótaleið í sveitarfélaginu var 2.682 eða 20,8% í lok september. Sérstaka athygli vekur hlutfallslega hærra atvinnuleysi á meðal kvenna 23,3% á móti 19% á meðal karla. Jafnframt er fjöldi þeirra sem nú hafa verið atvinnulausir í 6 mánuði eða lengur áhyggjuefni. Af þeim 2.682 sem voru í þjónustu Vinnumálastofnunar við mánaðarlok, hafa 1.219 þeirra verið í þeirri stöðu í 6 mánuði eða lengur. Þar af hafa 419 verið meira en eitt ár á atvinnuleysisskrá. Menningar- og atvinnuráð Reykjanesbæjar ræddi þessi mál á fundi sínum í gær og mælist eindregið til þess að bótatímabil atvinnuleysisbóta verði lengt sem nemur einu ári. Framkvæmdastjóra falið að koma þessum tilmælum til þingmanna kjördæmisins. Meira frá SuðurnesjumSegir bæjarstjóra fara með rangt mál varðandi flutning fatlaðs mannsReynt verður að lágmarka ónæði vegna flugumferðar yfir byggðir ReykjanesbæjarÁfrýjar biðlaunamáli til HæstaréttarJafna eldsneytisverð Costco – Verðið þó áfram í hæstu hæðum á SuðurnesjumTvöföldun Reykjanesbrautar boðin út á næsta áriVilja ræða við kennara sem hafa nýlega komið úr leyfi sem rekja má til kulnunar í starfiErlendir farandverkamenn handteknirÍbúðaverð hækkaði mest í Reykjanesbæ á þriðja ársfjórðungiHafa yfirfarið ríflega 8000 [...]