sudurnes.net
Átta ökumenn handteknir í vikunni - Local Sudurnes
Átta ökumenn hafa verið teknir úr umferð í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum vegna gruns um fíkniefnaakstur það sem af er vikunni. Einn þeirra ók út af á Reykjanesbraut í gærkvöld. Annar hafði áður verið sviptur ökuréttindum ævilangt. Sá þriðji ók ótryggðri bifreið og voru skráningarnúmer fjarlægð af henni. Allir voru ökumennirnir handteknir og færðir á lögreglustöð. Þá voru fáeinir kærðir fyrir hraðakstur. Mældist sá sem hraðast ók á 134 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Meira frá SuðurnesjumÓk réttindalaus með börnin í bílnumTekinn á 134 km/h á ReykjnesbrautÁtta teknir á of miklum hraða og fáeinir með fíkniefniLöggudagbókin: Háar sektir og afstungur frá umferðaróhöppumMargir á hraðferð – Einn stöðvaður á rúmlega tvöföldum leyfilegum hraðaEftirlýstur á 187 kílómetra hraðaÖkumaður stöðvaður fyrir fjölda umferðarlagabrotaMeð allt niðrum sig í umferðinni – Þrír handteknirÁ þreföldum hámarkshraða á Reykjanesbraut með ljóslausan bíl í eftirdragiEkið undarlega í leit að norðurljósum