sudurnes.net
Átján ára stunginn fimm sinnum með hnífi - Local Sudurnes
Átján ára piltur var stunginn fimm sinnum í átökum í og fyrir utan heimahús í Reykjanesbæ að morgni nýársdags. Hnífstungurnar sem maðurinn hlaut voru lífshættulegar og gekkst maðurinn undir aðgerð vegna þeirra. Suðurnes.net greindi fyrst frá málinu, en á þeim tíma fékkst ekki staðfesting lögreglu á alvarleika árásarinnar. Í frétt í nýjasta tölublaði héraðsfréttamiðilsins Víkurfrétta, sem gefið er út á Suðurnesjum, kemur alvarleiki árásarinnar fyrst fram. Samkvæmt Fréttablaðinu stendur rannsókn á málinu nú yfir auk þess sem þar er greint nánar frá meiðslum piltsins, sem missti meðal annars um fjóra lítra af blóði auk þess sem fjarlægja þurfti milta. Þá kemur fram að tveir hafi verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald, en þeim hefur verið sleppt. Meira frá SuðurnesjumMiklu magni lyfja stolið úr apóteki – Enn brotist inn í báta í NjarðvíkurhöfnBeinn kostnaður af umferðarslysum á Reykjanesbraut yfir fimm milljarðar krónaLíkamsræktarapp greindi breytingar á hjartslætti við sambandsslitSkattinn vantar upplýsingar – Þessi Suðurnesjafélög eru í hættu!Mikill áhugi á Græna iðngarðinum í HelguvíkVilja láta rannsaka möguleg tengsl krabbameina og mengunar á SuðurnesjumISS eldar fyrir starfsfólk KeflavíkurflugvallarForeldrar ætla að vakta strætó – Reiði eftir Facebook-færsluBrunavarnarmenn komnir á Facebook – Myndband!Leikskólinn Tjarnarsel í bókaútgáfu