sudurnes.net
Átak lögreglu gegn hraðakstri í íbúðabyggð skilar árangri - Local Sudurnes
Lögreglan á Suðurnesjum hefur undanfarið verið með lögreglubifreið við hraðamælingar á Norðurvöllum í Reykjanesbæ. Átakið virðist vera að skila áragngri því lögreglan sá ástæðu til að hrósa ökumönnum á Facebook-síðu sinni en þar segir meðal annars: Við vorum þarna í klukkutíma og þessu tímabili óku 80 bifreiðar um Norðurvelli. Engin ökumaður var kærður fyrir of hraðan akstur og sá sem hraðast ók reyndist vera á 33 km/klst. Lögreglan hóf átakið eftir að mælingar sem fóru fram dagana 22. – 29. júlí sl. sýndu að af 4889 bifreiðum sem óku götuna á umræddu tímabili voru 2850 ökumenn óku á 41-60 km/klst hraða, 202 ökumenn óku á 61-90 km/klst og 1 ökumaður ók á 91-100 km/klst. Meðalhraðinn reyndist 42 km/klst. Meira frá SuðurnesjumLögreglan eflir eftirlit með hraðakstri í íbúðahverfumYfir 260 ökumenn stöðvaðir um helgina – Allir með sitt á hreinu á laugardaskvöldiÁtak lögreglu: “Íbúar sjálfir sem virða ekki hraðatakmarkanir”Þrír á vespu sem ekið var á bifreiðAK-47 árásarriffill og afsagaðar haglabyssur á meðal þess sem gert var upptæktMeðalhraði lækkar við Norðurvelli eftir átak lögregluSuðurnesjamenn passa upp á að Fast & Furious teymið fari sér ekki að voðaAllt að smella hjá ReykjanesbæGuðni heldur utan í nám – Isavia auglýsir eftir upplýsingafulltrúaViljayfirlýsing um átak í sköpun [...]