sudurnes.net
Ásmundur vill að yfirmenn Símans skili illa fengnum hlutabréfum til baka - Local Sudurnes
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur gert hlutabréfaútboð í Arion banka og Símanum að umtalsefni í ræðupúlti alþingis að undanförnu, hann hefur einnig verið óhræddur við að viðra skoðun sína á þessum málum á Facebook-síðu sinni, en þar segir hann meðal annars að yfirmenn símafyrirtækisins ættu að fara að leikreglum markaðarins og skila “illa fengnum hlutabréfum til baka.” Eins og Local Suðurnes greindi frá í gær flutti þingmaðurinn harðorða ræðu á alþingi á dögunum í umræðum um störf þingsins, þar sem hann hvatti almenning meðal annars til að hætta viðskiptum við fyrirtækið. Ræðu ásmundar má finna í heild sinni hér fyrir neðan. „Virðulegi forseti. Viðbrögð við ræðu minni hér fyrir skömmu um bankaskítafýluna voru mikil og þung — (ÖS: Frá mér.) hjá öllum, alls staðar í þjóðfélaginu. Það hefur komið fram að þrátt fyrir að bankastjóri Arion banka hafi gagnrýnt mig fyrir ummæli mín hefur hann nú viðurkennt að þeir hafi gert mistök í bankanum. Hjá Símanum eru hins vegar þau mistök ekki viðurkennd. Þar virðist skítastuðullinn vera kominn aftur upp í rjáfur eins og var fyrir kreppu. Þar ætla menn ekki að skila illa fengnum ránsfeng eins og þjófarnir eru tregir til. Ég segi það við ykkur, kæru vinir hér í þessum [...]