Nýjast á Local Suðurnes

Ásmundur um endurgreiðslur vegna aksturs: “Er alla­vega kandí­dat í þetta”

Mynd: Gys.is

Aðspurður hvort hann sé sá þingmaður sem fékk mest­an akst­urs­kostnað end­ur­greidd­an fyr­ir síðasta ár, eða 4,6 millj­ón­ir króna, segist Ásmundur Friðriksson vera kandídat í það.

„Það er ekki gef­in út nein keppn­is­skýrsla í þing­inu um þetta og ég hef ekki fengið medal­íu, en ég er alla­vega kandí­dat í þetta,“ seg­ir Ásmund­ur í samtali við mbl.is.

Ásmund­ur bend­ir á hann hafi stóru kjör­dæmi að sinna og þetta sé því fljótt að koma. „Svo keyri ég auðvitað í vinn­una á hverj­um degi, það eru yfir 100 kíló­metr­ar. Það eru 500 kíló­metr­ar á viku og 2.000 kíló­metr­ar á mánuði bara í vinn­una, þannig þetta er fljótt að koma,“ seg­ir Ásmund­ur sem býr sem kunnugt er í Reykjanesbæ.

Þá segir Ásmundur alla sem vilja geta fylgst með ferðalögum hans um kjördæmið, en hann hefur skrifað um allar ferðir sínar á Facebook síðan hann var kjörinn á þing árið 2013.

„Ég hef skrifað um nán­ast hverja ein­ustu ferð á Face­book frá því ég fór á þing árið 2013. Ég tek mynd­ir og segi frá því sem ég geri.“

Suðurnes.net tók til gamans saman kostnað við eina viku á ferðalögum Ásmundar um kjördæmið á síðasta ári og notaðist við Facebook-færslur hans við samantektina. Í þeirri viku, sem var frekar róleg, ferðaðist Ásmundur um kjördæmið og hitti bændur yfir kaffibolla.