Nýjast á Local Suðurnes

Ásmundur og Birgitta í snörpum orðaskiptum á Alþingi – Myndbönd!

Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi gerði prófkjör stjórnmálaflokka að umtalsefni undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag.

Á meðan Ásmundur ræddi um hversu vel heppnuð prófkjör Sjálfstæðisflokksins væru, greip Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata fram í fyrir honum og sagði: „Eru þetta ekki störf þingsins?“ – Eftir þetta urðu snörp orðaskipti á milli þingmannana og þurfti þingforseti ítrekað að slá í bjöllu sína og biðja um hljóð í þingsalnum.

„Vertu ekki að trufla mig þegar þú hendir fólki af listunum þínum út í hafsauga dag eftir dag. Við vinnum ekki þannig í Sjálfstæðisflokknum. við látum fólkið velja og svo er þetta samþykkt á stórum og almennum fundum og þar er enginn einn maður sem hendir öðrum út. Hjá okkur ríkir friður um prófkjörin.“ Sagði Ásmundur meðal annars í ræðu sinni.

Karp þingmannana og bjöllubarninga þingforseta má sjá í myndböndunum hér fyrir neðan.