Nýjast á Local Suðurnes

Árni Sigfússon hættir í pólitík – Margrét Sanders líkleg til að leiða listann

Árni Sigfússon - Mynd: Rúv

Árni Sigfússon hefur ákveðið að hætta sem bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ við næstu sveitarstjórnarkosningar. Frá þessu greinir Árni á Facebook-síðu sinni, en færslu hans má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.

Í færslunni segir Árni meðal annars að ákvörðunin hafi verið tekin fyrir löngu, en vegna fjölda fyrirspurna telji hann að rétt sé að ítreka þetta áður en val á lista Sjálfstæðisflokks fyrir sveitarstjórnarkosningarnar fer fram.

Samkvæmt heimildum Suðurnes.net hefur komið til tals innan Sjáfstæðisflokksins að Margrét Sanders, formaður Samtaka verslunar og þjónustu og einn eiganda ráðgjafafyrirtækisins Strategíu, muni leiða lista flokksins í Reykjanesbæ fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar – Það fékkst þó ekki staðfest og ekki náðist í Margréti við vinnslu fréttarinnar.