Nýjast á Local Suðurnes

Árekstur eftir að ökumaður ók á röngum vegarhelmingi á Reykjanesbraut

Karlmaður er í haldi lögreglu eftir að hafa verið valdur að árekstri þegar sem hann ók á öfugum vegarhelmingi Reykjanesbrautar við Fitjar um klukkan 16 í dag. Maðurinn sem er á sjötugsaldri er grunaður um lyfjaakstur.

Karlmaðurinn ók bíl sínum á töluverðri ferð á röngum vegarhelmingi vestur eftir Reykjanesbraut. Ökumaður bílsins sem ekið var á reyndi að sveigja frá en bílarnir rákust saman. Sá slasaðist lítillega samkvæmt frétt Vísis af málinu.