sudurnes.net
Árekstrar og föst ökutæki víðsvegar á Suðurnesjum - Local Sudurnes
Töluvert hefur verið um umferðaróhöpp í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í dag, en skyggni hefur verið afar slæmt á köflum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. Þá er töluvert um að ökutæki séu föst víðsvegar um svæðið. Tilkynning lögreglu: Til upplýsinga þá eru ökutæki föst víðsvegar um svæðið bæði innan og utanbæjar. Eitthvað er um umferðaróhöpp vegna slæms skyggnis og við ítrekum beiðni um að fók haldi sig heima nema nauðsyn sé rétt á meðan þessi hvellur gengur yfir. Vegurinn á milli Garðs og Sandgerðis er verulega slæmur á köflum og ekkert skyggni.Við getum ekki svarað fyrir hvað þetta stendur lengi yfir og hvetjum fók til að fylgjast með veðurspá og vef Vegagerðarinnar. Meira frá SuðurnesjumVarasamt að vera á ferðinni á skjálftasvæðinuDráttur á milljarðaframkvæmdum Bandaríkjahers á KeflavíkurflugvelliKettlingar sem týndust á Ásbrú fundust – Annar í ruslatunnu og hinn skaddaður á höfðiÍbúum hleypt til Grindavíkur um tvær leiðir – Svona verður framkvæmdinFyrrverandi sparisjóðsstjóri ákærður fyr­ir umboðssvikMest lesnu pistlar ársins: Óþægilegu hlutar fjármálanna og Beruð kynfæriVildu göngustíg frekar en hringtorgHSS takmarkar aðgang vegna Covid 19Segja allri starfsemi þar sem hreinlæti skiptir sköpum sjálfhættRæddu 120 milljóna króna launapakka bæjarstjóra – “Mikil óánægja meðal bæjarbúa”