sudurnes.net
Árangur í húsnæðismálum - Local Sudurnes
Húsnæðismálin hafa verið ofarlega á baugi undanfarin misseri þar sem húsnæðismarkaðurinn á Íslandi hefur verið fremur erfiður. Framsóknarflokkurinn hefur lagt áherslu á þann málaflokk. Alþingi samþykkti að leiðrétta stökkbreytt húsnæðislán og opna tækifæri til að nýta séreignasparnað til niðurgreiðslu á höfuðstól húsnæðislána. Í vor voru fjögur húsnæðisfrumvörp samþykkt á Alþingi og í haust frumvarp um Fyrstu kaup, sem hugsað er fyrir þá sem eru að kaupa sína fyrstu eign. Öll frumvörpin eiga að bæta hag heimilanna og auka húsnæðisöryggi. Silja Dögg Gunnarsdóttir Fasteignaeigendur Þó svo að samþykkt frumvörp hafi verið ágætlega kynnt þá eru enn sumir sem þekkja ekki hvaða breytingarnar fela í sér. Leiðréttingin var almenn efnahagsaðgerð til að rjúfa efnahagslega kyrrstöðu, lækka skuldir heimilanna, auka hagvöxt og hvetja til aukinnar fjárfestingar í íbúðahúsnæði. Leiðréttingin nýttist best þeim heimilum sem lægstar höfðu tekjurnar. Skuldir heimilanna hafa ekki verið lægri síðan árið 2003. Leigjendur Þegar búið var að leiðrétta lán heimilanna og létta þeim róðurinn, þá var komið að leigjendum. Fyrsta skrefið var að breyta húsaleigulögum. Sú breyting fól í sér aukin réttindi leigjenda og leigusala. Auk þess var verið að skerpa á atriðum, sem deilumál hafa orðið um í leigusamningum undanfarin ár. Markmið Framsóknarflokksins er að fólk geti búið [...]